PROGRAM
Wolfgang Amadeus Mozart The Magic Flute (Ævintýrið um Töfraflautuna)- Icelandic Symphonic Orchestra
CONDUCTOR
Kornilios Michailidis
SOLOISTS
Eyrún Unnarsdóttir (Pamina), Sveinn Dúa Hjörleifsson (Tamino), Oddur Arnþór Jónsson (Papageno), Harpa Ósk Björnsdóttir (Papagena) and Bryndís Guðjónsdóttir (Queen of the night)
NARRATOR
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Mozart’s The Magic Flute is one of the beloved operas of all time, an adventure for audiences of all ages. The prince Tamino embarks on a journey in order to rescue the lovely Pamina, but it gradually comes to light that her mother, the Queen of the Night, who sent him on the journey, is not all that she seems to be. Assisting Tamino is the birdcatcher Papageno, who has little time for lofty thoughts but can certainly appreciate good food and drink and, above all, yearns to find a soulmate. In the end, Tamino and Pamina fall in love, but they must solve some Herculean tasks before they can fulfil their destiny and be together.
In this concert, Mozart’s masterpiece is performed in an hour-long version for narrator and five solo vocal parts, sung by young Icelandic singers. All of the soloists have pursued advanced studies abroad and have received rave reviews for their work. Narrator Þórunn Arna Kristjánsdóttir leads the audience through the story, with humour in the forefront. A heartwarming and unforgettable adventure for the whole family!
An engaging operatic adventure from Mozart, in a child-friendly arrangement.
—————————————————————————————————————
Efnisskrá
Wolfgang Amadeus Mozart - Töfraflautan
Hljómsveitarstjóri
Kornilios Michailidis
Sögumaður
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Einsöngvarar
Eyrún Unnarsdóttir (Pamina)
Sveinn Dúa Hjörleifsson (Tamino)
Oddur Arnþór Jónsson (Papageno)
Harpa Ósk Björnsdóttir (Papagena)
Bryndís Guðjónsdóttir (Næturdrottningin)
Töfraflautan eftir Mozart er ein dáðasta ópera sögunnar og sannkallaður ævintýraheimur fyrir unga sem aldna. Prinsinn Tamínó leggur af stað í leiðangur til að bjarga hinni fögru Pamínu, en smám saman kemur í ljós að móðir hennar, Næturdrottningin, sem sendi hann af stað, er ekki öll þar sem hún er séð. Til aðstoðar hefur prinsinn fuglaveiðara að nafni Papagenó. Sá er lítið fyrir háfleygar hugsanir en kann vel að meta góðan mat og drykk og vill helst af öllu finna sér sálufélaga. Að lokum fella Tamínó og Pamína hugi saman, en þurfa að leysa erfiðar þrautir áður en þau fá að eigast.
Hér er meistaraverk Mozarts flutt í klukkustundarlangri útfærslu fyrir sögumann og fimm einsöngvara, en með hlutverkin fara íslenskir söngvarar af yngri kynslóðinni. Öll hafa þau stundað framhaldsnám erlendis og hlotið frábæra dóma fyrir söng sinn og leik. Sögumaður er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem lýsir framvindunni með kímnigáfu að leiðarljósi. Þetta er hugljúf og eftirminnileg ævintýrastund fyrir alla fjölskylduna.